Ný stéttaskipting

Punktar

Fyrir fjórum áratugum voru þekktust verkföll verkamanna í Dagsbrún. Síðar urðu smáhópar á borð við mjólkurfræðinga og flugliða kunnastir þeirra, sem lögðu niður vinnu. Upp á síðkastið hafa kennarar einkum verið duglegir við að fara í verkfall og sýna það, sem marxistar kölluðu stéttvísi. … Fyrir einni öld hefðu kennarar verið taldir í miðstéttinni eins og mjólkurfræðingar og flugliðar, það er að segja hvorki “vinnandi” stétt né yfirstétt, heldur virðuleg stétt þar á milli. Slíkar stéttir hefðu í þá daga ekki talið vera hugsandi að fara í verkfall, hvað þá í verkfallsvörzlu. … Lengi hafa félagsvísindamenn talið okkur trú um, að meiri menntun almennings og fjölgun skrifborðs- og þjónustustarfa væri að búa til þjóðfélag miðstéttarinnar. …