Ný tegund af vitleysu

Punktar

Sveitarfélögin telja, að launamunur sé of lítill í landinu. Þau eru ein um þá skoðun. Inga Rún Ólafsdóttir er sviðsstjóri kjarasviðs sveitarfélaga. Segir of lítinn mun vera í launaskalanum. Vill hækka lægstu launin minna en hærri launin. Slitnað hefur upp úr kjaraviðræðum sveitarfélaga, meðal annars vegna þessa sérstæða sjónarmiðs aftan úr öldum. Einkenni launa hér á landi er einmitt, að lægstu laun eru óhagstæðari en atvinnuleysisbætur og aðrar bætur. Eftir Davíðshrunið hefur verið opinber stefna að lyfta hinum lægst launuðu fremur en hinum lánsamari. Sveitarfélögin fara í öfuga átt.