Ný vídd í þjóðmálum

Punktar

Sumt unga fólkið, sem styður forsetaframboð Þóru Arnórsdóttur, er komið út fyrir hefðbundin stjórnmál. Hefur ekki áhuga á fjórflokknum, vill hann bara burt. Getur ekki æst sig upp með eða móti Evrópusambandinu, með eða móti forseta Íslands, með eða móti ritstjóra Moggans. Hugsar á öðrum nótum en við þessi gömlu. Undir niðri hvílir sannfæring um, að hrunið í október 2008 hafi sett strik undir fortíðina. Strik undir fjórflokkinn, gamla sí-rifrildið í heild. Þetta fólk verður ekki stimplað eða flokkað með fornum merkimiðum. En það vill hreinsa út fortíðina, bófana, hræsnina, fjórflokkinn, þingmennina.