Ný vinnubrögð núna

Punktar

Eftir mánaðar japl og jaml og fuður er loks komin röðin að Birgittu Jónsdóttur. Frá flokki, sem fyrstur hvatti til nýrra vinnubragða við myndun ríkisstjórnar og til hverra vinnubragða. Tími var til kominn. Kannski kemur röðin að Benedikt um jólin og þá verður hann glaður. Þá verður líka kominn hringurinn af flokkum með umtalsvert fylgi. Enginn ætlast til, að Sigurður, Óttarr eða Logi myndi stjórn. Raunar mun framvegis verða eðlilegt, að sjö flokkar séu á þingi, svo margslungin er sálin kjósenda. Hægri og vinstri dekka ekki lengur pólitíska sviðið. Við erum að feta okkur til norræns ástand. Því fyrr, sem við lærum það, þeim mun betra.