Samkvæmt skoðanakönnun telja sex af hverjum tíu Bretum innflytjendur vera landinu hættulega. Þetta er svipuð þróun og í öðrum Evrópulöndum. Aðkomufólk með aðra siði og annað útlit skelfir marga. Einkum valda múslimar ugg, ekki sízt þegar þeir neita að virða siði og reglur landsins. Búast má við auknum átökum milli nýbúa og þeirra, sem vilja losna við nýbúa. Og milli nýbúa og lögreglu. Við höfum séð það í Bretlandi og Frakklandi. Upp rísa pólitískir ofstopaflokkar, sem spila á þennan ótta. Stjórnmál í Evrópu næstu árin munu í auknum mæli snúast um erfiðleika ríkja við að melta augljósan nýbúavanda.