Allt fyrir okkur

Punktar

„Allt fyrir okkur og ekkert fyrir alla hina“ eru einkennisorð nýfrjálshyggjunnar. Þau hafa bezt verið þýdd af Hannesi Hólmsteini: „Græðgi er góð“. Felur í sér. að hlúa verði að hinum allra ríkustu, svo molar geti fallið af borðum þeirra til fátæklinganna á gólfinu. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar er fyrsta hreinræktaða nýfrjálshyggjustjórnin. Einkavinavæðir leynt og ljóst og lætur feitustu bitana renna til Engeyjarættar. Í krafti eins atkvæðis meirihluta á alþingi og þriðjungs atkvæða í skoðanakönnunum. Boðaði það ekki fyrir kosningar og við stjórnarmyndun, en hófst strax handa. Eykur leynd, ógegnsæi og nýyrðasmíði til að leyna illsku sinni.