Íslenzka dagblaðinu Nyhedsavisen í Danmörku er borgið. Auðjöfurinn Morten Lund keypti meirihlutann. Það tryggir fríblaðinu úthald fram á næsta ár, þegar það kemst vonandi á réttan kjöl. Eftir sjö milljarða íslenzkra króna tap 2006-2008. Aukna hlutaféð er líklega á lágu verði, því að lítið var um kaupendur. Meiri fyrirstaða er í Danmörku en á Íslandi gegn dreifingu fríblaða heim til fólks. Þar þarf meiri þolinmæði til að koma slíku blaði fyrir vind. Fríblöð eru að verða meirihluti dagblaðaútgáfu sums staðar í Evrópu. En heimsend fríblöð hafa hvergi enn fest rætur nema á Íslandi.