Mér fannst Nyhedsavisen aldrei nógu gott dagblað. Það er of danskt og ekki nógu líkt Fréttablaðinu. Danskur ritstjóri fyllir blaðið löngum greinum, sem spanna hálfar og heilar síður. Vantar eindálkana, sem eru aðalsmerki Fréttablaðsins. Ég skildi aldrei, af hverju ekki mátti stæla Fréttablaðið, sem var þó móðurskipið. Með fast mótaða og vel hugsaða hönnunarstefnu. Líklega hafa danskir lykilstarfsmenn ekki tekið það í mál. Blað, sem sett er frítt í póstkassa hjá fólki, má samt ekki virka eins leiðinlega og Politiken eða Berlingur. Það þarf að vera alþýðlegt á svip eins og Fréttablaðið.