Nýi útskýrarinn

Punktar

Þetta eru spennandi tímar rétt fyrir andlát þríklofinnar Framsóknar. Til að útskýra málatilbúnað ríkisstjórnarinnar fékk Ríkisútvarpið fyrrum ráðherra. Sá er í þó litlu sambandi við ráðherra, aðra en Lilju Dögg Alfreðsdóttur og Gunnar Braga Sveinsson. Sigmundur Davíð útskýrari vissi auðvitað lítið um málin, vissi til dæmis lítið um niðurstöðu verðbólgumálsins. Upphaflega var það loforð upp á 300 milljarða frá hrægömmum, sem varð að 80 milljörðum frá skattgreiðendum. Nú er farið að tala um að banna annúítetslán, svona til að skipta út umræðuefnum. Aðaláhugamál Sigmundar Davíðs er, að stjórnarandstaðan „þvælist ekki fyrir“.