Nýju passarnir á Íslandi og annars staðar í Evrópu eru misheppnaðir að sögn David Reid hjá BBC. Auðveldara er að falsa þá en gömlu passana. Menn geta lesið þá rafrænt úr fjarlægð og tekið af þeim afrit. Þar á meðal afrit af rafrænum myndum og rafrænum texta. Í nýja passanum er þunnur tölvukubbur, sem átti að lina hræðslu vestrænna ríkja við hryðjuverk. Hann er hægt að afrita eins og aðrar tölvur. Sérfræðingar Evrópusambandsins segja passana ekki munu virka. En yfirvöld vilja ekki hlusta, enda hafa þau lagt stolt sitt í hina auðfölsuðu passa.