Hér var löngum fjölmenning. Öldum saman var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslands. Þar bjuggu menntamenn og pólitíkusar þjóðarinnar og þar lifði íslenzk tunga. Síðustu áratugi fluttist hingað fólk af margs konar þjóðerni. Auðgaði okkur með fjarlægum siðum, fjarlægri menningu og fjarlægum mat. Á síðustu árum hefur borið á annarri fjölmenningu í nágrannalöndunum. Felst í jafnstöðu miðalda við veraldarhyggju vesturlanda. Felst í karlrembu, sharia og ýmsum fleiri ósiðum úr forneskju Arabíu. Sú fjölmenning dó í Köln um áramótin. Við höfnum slíkri fjölmenningu aftan úr miðöldum, en höldum fast í gömlu og góðu fjölmenninguna.