Nýja meiðyrðaleiðin

Punktar

Kaupþing íhugar að feta í fótspor landflótta Jóns Ólafssonar, sem kærði Hannes Hólmstein Gissurarson í London fyrir meiðyrði á heimasíðu og fékk sér dæmdar tíu milljónir króna. Kaupþing íhugar að kæra danska Extrabladið í London fyrir meiðyrði á heimasíðu blaðsins, ekki í pappírsblaðinu. Menn hafa áttað sig á, að hægt er að fara kringum meiðyrðalög með því að kæra ekki það, sem stendur í blöðum, heldur það, sem stendur á vefsíðum þeirra og fer um heiminn. Þá má knýja fram vitleysisdóma í frumstæðari ríkjum eins og Bretlandi, Zaire og Cayman eyjum, þar sem meiðyrðamál vinnast sjálfkrafa.