Ísland minnir á miðaldaþorpið. Með réttu og röngu njóta fjölmiðlar lítils trausts. Lítið samkomulag er um stöðu mála. Hver getur haldið því fram, sem honum þóknast. Lygi hefur sama rétt og sannleikur. Þú strikar yfir hamfarir í sögunni á borð við hrunið. Og fjöldi manns vill trúa þér. Þegar birt var kórrétt frétt um perra á Ísafirði, fór samfélagið á hvolf. Af því að útkoman stríddi gegn óskhyggju þjóðarinnar. Í gang fór hystería fjöldans, rétt eins og stundum í miðaldaþorpinu. Minnir á æðið gegn Evrópu. Ljóst er, að jafnan kynda þeir undir, sem vilja áfram hafa sitt séríslenzka gerræði í friði.