Nýjar dauðasyndir sjö eru skráðar á vefnum DV.is. Raktar sjö syndir, sem Þorvaldur Gylfason prófessor sakar Seðlabankann um. Fela í sér, að bankinn hefur verið illa rekinn síðan Davíð Oddsson tók þar við. Fylgt frjálshyggju og eftirlitsleysi, sem hafði verið boðorð hans í ríkisstjórn. Í rússíbana bankanna var bindisskylda ekki aukin; hunzaðar ábendinar um að auka forða gjaldeyris; lausafjárstaða ekki tryggð; lögbundnum hlutverkum ekki sinnt. Einstakir liðir ávirðinganna eru rökstuddir í opnugrein DV í dag. Glitnis-mistökin ein og sér kalla á brottvikningu allrar stjórnar Seðlabankans.