Nýjar, bandarískar hugmyndir um siðareglur blaðamanna taka tillit til, að auka þarf traust fjölmiðla. Þær hljóða svo: 1. Blaðamennska veitir fólki upplýsingar, sem gera það frjálst. 2. Skuldbinding hennar er fyrst og fremst við sannleikann. 3. Hollusta hennar er við borgarana. 4. Eðli hennar er leit að staðfestingum. 5. Hún er sjálfstæð gagnvart þeim, sem fjallað er um. 6. Hún er óháður vaktari valdsins. 7. Hún er torg gagnrýni og málamiðlana. 8. Hún reynir að gera það mikilvæga áhugavert og viðeigandi.9. Hún er víðtæk og í réttum hlutföllum. 10. Hún má beita eigin samvisku.