Aðstoðarmaður húsnæðisráðherra er formaður nefndar um millilandaflug beint utan af landi. Matthías Imsland segir tekjur verða 1,3 milljarðar árlega af tveimur flugferðum í viku til Akureyrar og tveimur til Egilsstaða. Vill nota skattfé til að grýta í þetta, enda er víst talið nóg af slíku til gæluverkefna. Ekkert flugfélag í heiminum hefur viljað skoða flug til Akureyrar eða Egilsstaða. Haft var samband við mörg og alls staðar ypptu menn öxlum. Þetta er nýjasta útspil byggðastefnu af gerðinni „álver í hvern fjörð“. Staðir þessir eru í kjördæmi forsætis og því þarf að kaupa þar atkvæði í tæka tíð fyrir næstu kosningar.