Nýjasta megrunarfréttin

Punktar

Nýjasta megrunarfréttin
Nýjasta megrunarfréttin hefur vakið meiri athygli en flestar aðrar síðustu áratugina. New York Times birtir hverja kjallaragreinina á fætur annarri um þá niðurstöðu opinberrar rannsóknar, að kjörþyngd sé nokkru hærri en áður var talið. Þeir lifi lengst, sem séu nokkuð yfir viðurkenndri kjörþyngd og hinir lifi skemmst, sem séu undir henni. Verst sé þó að vera á kúrum og fara upp og niður í þyngd. Rannsóknin segir sérstaklega mikilvægt fyrir þá, sem eru orðnir sjötugir, að fara að fita sig, svo að þeir verði langlífir í landinu. Þessu fögnuðu dálkahöfundar New York Times um helgina.