Síðast birti ég 18.3.2014 ORÐABÓK í Newspeak. Hér eru nokkrar viðbætur:
„300 milljarðar“ þýðir reiknivél.
„Reiknivél“ þýðir stærsta upplýsingaverkefni sögunnar.
„Hrægammar borga“ þýðir þú borgar.
„Sýnum pínu mannúð og mildi“ þýðir spörkum í hælisleitendur.
„Það er skylda okkar“ þýðir við komumst upp með það.
„Nú er það svo“ þýðir ég vildi að það væri svo.
„Samkvæmt alþjóðaskuldbindingum“ þýðir gerræði mitt.
„Róttæk rökhyggja“ þýðir stjórnlaust bull.
„Hagsmunaaðilar“ þýðir almenningur.
„Heimsmet“ þýðir vanefnt kosningaloforð.
„Forsendubrestur“ þýðir við borgum ekki.
„Almenn aðgerð“ þýðir sértæk aðgerð fyrir ríka.
„Starfsgetumat“ þýðir lækkun örorkubóta.
„Var í doktorsnámi“ þýðir náði ekki prófum.
„Skipulagshagfræðingur“ þýðir SDG viðskiptafræðingur.
„Rekstrarhagfræðingur“ þýðir Frosti viðskiptafræðingur.
„Ánægð með mótmæli“ þýðir ekki verður tekið mark á þeim.
„Spilahöll“ þýðir spilavíti