Verjendur auðbófa eru komnir langt út af kortinu við teygja og toga réttarfar í landinu. Nýjast er að kæra hæstaréttardómara fyrir rangan úrskurð. Með sama framhaldi verður að búa til nýtt dómstólakerfi ofan á Hæstarétti, þegar allir kæra alla úrskurði, sem þeir eru ósáttir við. Áður voru verjendur búnir að prófa ýmislegt, svo sem að segja af sér, láta sakborninga ekki mæta fyrir dómi og vefengja og kæra allt upp og niður. Það þykir flott lagatækni að láta eins og menn séu staddir í Brennu-Njáls sögu. Vonandi verður þessu síðasta trikki svarað á verðugan hátt, svo að réttarfar haldi hér áfram að vera til.