Nanna Rögnvaldsdóttir hefur rétt fyrir sér, þegar hún segir Jóhönnu Vigdísi Hjaltadóttur elda spaghetti vitlaust. Ítalir hafa margra kynslóða pasta-reynslu og vita, hvernig á að gera það. Eins og Nanna segir, en ekki eins og Jóhanna Vigdís segir. Af því að hún er sjónvarpsstjarna, ber hún sig vel og segir nauðsynlegt að prófa eitthvað nýtt. Þannig tala stjörnur jafnan um fáfræði sína. Að vísu er rétt, að engar framfarir verða, ef ekki er sífellt verið að prófa nýjungar. Það gildir á öllum sviðum, líka í spaghetti. En ég efast um, að nýjung Jóhönnu Vigdísar eigi eftir að slá í gegn í heiminum.