Nýmiðlun er ekki vandamál

Fjölmiðlun

Evrópuráðið telur nýmiðlun vera vandamál. Það er hlægilegt, nýmiðlun er fín. Þar er að vísu of mikið af nafnleysi, en auðvelt er að breyta því. Þeir, sem eiga heimasíður með plássi fyrir athugasemdir, geta lokað fyrir nafnlausar athugasemdir. Rugludallarnir hengja texta sinn nefnilega á síður vinsælla höfunda og breiða þannig út ruglið. Einir og sér eru rugludallarnir hins vegar hættulausir. Það er ekki nýmiðlun, sem er vandamál, heldur hefðbundin fjölmiðlun. Hún er að glata viðskiptamynztri sínu á pappír og í ljósvaka, án þess að hafa fundið nýtt mynztur á vefnum. Því kvarta þeir yfir nýmiðlun.