Narfeyrarstofa í miðbæ Stykkshólms býður okkur bláskel, fisk og rituegg úr Breiðafirði og ís frá Erpsstöðum. Lambakjöt frá Eiríki á Berserkseyri og hvannaræktað lamb frá Höllu á Steinólfsstöðum. Kryddið er úr náttúrunni. Borðbúnaður er líka úr nágrenninu, úr Fagradalsleir, mótaður af Sigríði Erlu Guðmundsdóttur. Húsið er 109 ára gamalt og hefur verið fært í upprunalegt form. Nú eiga það og reka Steinunn Helgadóttir og Sæþór H. Þorbergsson. Matstofan er á nýnorrænni línu eins og Dill í Norræna húsinu og Friðrik V, sem lokaðist því miður, á Akureyri. Matreiðslan ber af öðrum á Vesturlandi.