Nýr fiskur á Akureyri

Veitingar

Enn einu sinni fékk Akureyri fiskbúð, góða að þessu sinni, í nýja Bónushúsinu syðst í bænum. Þar hef eg komið tvisvar og getað valið úr nokkrum tegundum af nýjum og ófrystum. Eini gallinn er gamla fisklyktin. Stafar ekki af gömlum fiski í afgreiðsluborðinu, heldur er staðurinn er ekki nógu vel spúlaður í dagslok. Fisksalar fá þá aðeins nýja kúnna að vera lausir við þessa lykt, það vita fisksalar í Reykjavík. Þorskurinn var glænýr og matreiddist vel. Svo er hægt að fá fisk í alls kyns gúmmulaði fyrir fólkið, sem ekki er spennt fyrir fiski. Farðu Miðhúsabraut upp brekkuna bakvið Skautahöllina, gatan liggur að Bónus.