Nýr fiskur er lyktarlaus

Veitingar

Nýr fiskur er lyktarlaus. Þannig veit ég, að fiskur er ætur. Erlendis flaka fisksalar fyrst, þegar þeir eru búnir að selja. Þú sérð á augum og tálknum, hvort fiskur er nýr. Hér er allur fiskur í flökum í fiskborðinu. Fisklykt er vond, einkum þegar hún gýs upp við hitun. Alveg eins og joðlykt er vond af rækju. Þorskur þolir vel nokkra daga án lyktar, en rauðspretta fær lykt áður en hendi er veifað. Líf mitt snýst um flótta milli fiskbúða. Þegar ein ofbýður mér, fer ég annað, jafnvel í hring. Fisksalar telja því miður í lagi að selja fisk sem ferskan, þótt hann nýtist bara kaffærður í kryddsósum.