Nýr flokkur í framboði

Punktar

Nokkrir frambjóðendur til stjórnlagaþings mynda eins konar pólitískan flokk. Þeir ferðast saman, halda saman fundi og kaupa flenniauglýsingar í blöðum. Þannig breytist ætíð persónukjör með tímanum. Fyrst taka menn það í alvöru. Síðan hópast menn í flokka með sameiginlegri hlýju. Og loks finna sér allir skjól í flokkum. Áhugamenn um persónukjör eiga að taka eftir þessu. Þótt gaman sé að hugsjóninni, að menn verði valdir til áhrifa sem einstaklingar, þá verður ekki við hagkvæmnina ráðið. Það er skjólbetra að vera í flokkum. Bráðum fáum við að sjá lista 25 flokkshesta, kjósendum til leiðbeiningar.