Fyrirhugaður hótelturn við Höfðatorg er viðvörunarljós um, að því meira sem hlutirnir breytast, því meira eru þeir eins. Við hlið skrifstofuturnsins, sem stendur að hálfu auður til minnis um hrunið 2008. Sömu bankabófarnir veita sömu afskriftabófunum ofurlán til að byggja minnisvarða um næsta hrun. Frá afskrifuðum verktaka til afskrifaðs hótelstjóra. Bankabófar ímynda sér, að bara afskrifaðir geti komið “hjólum atvinnulífsins í gang”. En þau eru þegar á fullu. Ríkisstjórn Steingríms siðvæddi ekki banka, framlengdi ruglið í rekstri banka á framtaki. Þeir einir fá fé, sem sannað hafa vangetu sína.