Nýríkir Rússar

Punktar

Ólígarkar eru vestrænt samheiti yfir nokkur þúsund Rússa, sem hafa mjólkað einkavæðingu ríkisvaldsins í Rússlandi. Þeir fara mikinn um heiminn til að skemmta sér, eru að venju núna í franska skíðabænum Courchevel. Þeir fara ekki mikið á skíði, en drekka þeim mun meira af freyðivíni á 200.000 krónur flöskuna. Abramovits fótboltaeigandi er þeirra á meðal og borgar rúma milljón króna á dag fyrir gistinguna eina. Eftir situr Rússland fátækara en það var á tímum kommúnista, en óligarkana varðar ekki mikið um hag almennings. Abramovits vill raunar kaupa Courchevel, en því góða boði hefur ekki verið tekið.