Fjölmiðlafárið um samdrátt veiðiheimilda sýnir, að hagsmunaaðilar geta ekki metið auðlindir. Sjómenn, skipstjórar, útvegsmenn, fiskverkendur, sjómenn, sveitastjórnarmenn, samtök þessara aðila. Allir fullyrða þeir, að nóg sé af þorski, þótt rannsóknir sýni annað. Ef þeir réðu, útrýmdu þeir þorskinum. Þeir eru skammsýnir eins og bændurnir, sem segjast vita öðrum betur, hversu mikið sauðfé land getur borið. Nýtendur auðlinda vernda þær ekki. Þannig hefur gróðri á landi og fiski í sjó verið eytt víða um heim. Hagsmunaaðila skortir framsýni, þeir hugsa bara um skammtímagróða. Þeir eru án gangráðs.