Veit ekki um nokkra þjóð, þar sem verzlanir auglýsa mánaðarlega, að komið sé nýtt kortatímabil. Tugþúsundir lifa frá hendinni til munnsins. Stafar tæpast af aukinni fátækt eftir hrunið. Því að samanlagður yfirdráttur þjóðarinnar á kortum er hinn sami og hann var í blöðrunni fyrir hrun. Er bara lífsstíll okkar að eyða og spenna, hvenær sem svigrúm gefst. Enda sé ég hvarvetna, að almenningur sukkar eins og enginn sé morgundagurinn. Sé það til dæmis við kassann í Krónunni. Þar er hálft færibandið þakið furðulegasta óþarfa. Varla getur talizt eðlilegt, að þjóðin skuldi 78 milljarða út á plastkortin sín.