Ég vil, að við lærum af göllum núverandi kosningakerfis. Bæði þess, sem er í þingkosningum og kosningum til stjórnlagaþings. Stærðfræðileg kosningakerfi eru ónothæf, samanber Flakkarann í alþingiskosningum. Allt landið á að vera eitt kjördæmi og þingmenn kosnir persónulega. Þingmenn eru líka of margir. Gott væri að hafa þá 40 og láta þá 40 efstu ná kosningu. Engan flutning atkvæða eða brota úr atkvæðum, takk. Og alls ekki neina fyrirfram ákveðna kvóta. Kjósendur raði frambjóðendum á lista og hver frambjóðandi fái stig i samræmi við sæti sitt á listanum. Einfalt og skýrt, eins og í Formúlu 1.