Nýtt og gamalt bull

Punktar

Veraldarvefurinn hefur bylt tækni frétta og skoðanaskipta. Fólk hefur aðgang að betri og hvassari upplýsingum en áður var á vegum hefðbundinna fjölmiðla. Fari pólitíkus með fleipur, eru sönnunargögnin óðar birt. Nýtt bull er borið saman við eldra bull sama manns. Á sama tíma miðar spunafólk stjórnmálanna við, að fólk sé fífl. Reist á fyrri reynslu, fólk var fífl, en kannski ekki mikið lengur. Kosningaloforð fyrir ári stinga í stúf við undanbrögð þessa árs. Verður aftur hægt að lofa og ljúga eins og gert var í fyrra? Kannski  mun spunafólk tapa á að beita aðferðum gærdagsins í ástandi morgundagsins.