Nýtt skrípó forsætis

Punktar

Ofan á annað rugl Sigmundar Davíðs er hann farinn að mæta í pörtum á alþingi. Gera þarf kröfu til, að hann mæti með litskreytta hatta til að sýna, hvort hann er þar sem forsætis eða sem dómsmála. Þegar hann þykist vera þar sem dómsmála, vill hann ekki svara spurningum sem forsætis. Getur semsagt brugðið sér í gervi eftir hentugleikum hverju sinni. Þarf þá ekki að svara þungbærum spurningum. Forseti alþingis lætur hann komast upp með að haga sér eins og óþægðarkrakki. Að vísu er sá galli við hugmyndina um mislitu hattana, að þá getur SDG skipt ótt og títt um hatta, allt eftir því hvaða óvinir nálgast hann hverju sinni.