Enginn munur er á venjulegum þjófum og kaupsýslumönnum nema að síðarnefndir eru stórtækari. Lagatæknar þeirra eru lagnir við að finna sérstök orð, sem gefa í skyn, að þjófnaður sé löglegur. Sá, sem opnar bankadyr og bankahólf fyrir þjófum er sagðir stunda umboðssvik. Til skamms tíma sögðu lagatæknar það meinlausa iðju. Sá, sem rænir fé, er sagður stunda kennitöluflakk eða hafa stofnað einkahlutafélag um skuldir. Enn segja lagatæknar það meinlausa iðju. Ósvarað er spurningu um, að hversu miklu leyti dómarar láta blekkjast af nýyrðum um ofur-þjófnað: Umboðssvik, kennitöluflakk og einkahlutafélög.