Senn líður að eyðingu Eldvarpa, 10 kílómetra gígaraðar á Reykjanesskaga, skammt vestan Bláa lónsins. Þetta er eins konar smækkuð útgáfa af Lakagígum og hefur hingað til haldizt ósnortin. Í stuttu færi frá Keflavíkurvelli, hefði getað orðið hornsteinn ferðaþjónustu á svæðinu. En Suðurnesjamenn hafa aðrar fíknir. Grindavík og HS Orka þurfa að slétta út gígana til að útbúa fimm risavaxin plön fyrir jarðbora. Þarna á að útvega ótryggan hita fyrir stóriðju þar syðra. Ein mesta aðför þjóðarsögunnar að íslenzkum náttúruminjum. Grindvíkingar eru því miður enn á því sérkennilega plani, sem lýst er í bókum Guðbergs Bergssonar.