Svo heimskir geta íslenzkir kjósendur varla verið, að 26% velji Sjálfstæðis og 12% til viðbótar velji Viðreisn. Sjálfstæðisflokkurinn er bófaflokkur hinna allra ríkustu og stefnir óhikað að einkavinavæðingu velferðar. Síðustu daga fjármálaráðherra notar hann til að einkavinavæða fasteignir ríkisins. Viðreisn er nánast eingöngu skipuð fyrrverandi sjálfstæðismönnum, hugsanlega ekki eins hvinnskum. Þetta gera samtals 38%. Það, sem á vantar, getur Sjálfstæðis fengið hjá 12% Framsókn, þótt hún verði ekki eins öfgahægrisinnuð hjá Sigurðir Inga og hún var hjá Sigmundi Davíð. Kannanir spá óbærilega óbreyttri ógnarstjórn.