Óbærilegt er, að tveir stjórnmálaflokkar snúist um skattaparadísar-prinsa frá aflandseyjum. Óbærilegt er að annar flokkurinn einbeiti sér að ráni á eigum landsmanna með einkavinavæðingu. Óbærilegt er, að hinn sé hinum megin við borð í liði með hræfuglasjóðum. Óbærilegt er að hugsa til þess, að þúsundir Íslendinga muni kjósa þessa tvo bófa, sem hafa leikið samfélagið grátt og munu gera það áfram. Þar að auki er óbærilegt, að svonefndur fjórflokkur skuli enn fá atkvæði meirihluta kjósenda. Eins er óbærilegt, að hundruð kjósenda trúi, að flóttafólk geti borgað brýna lagfæringu á kjörum aldraðra, öryrkja og húsnæðislausra.