Þegar í harðbakkann slær, vefja bandarískir stjórnmálabófar um sig fánanum og kyrja þjóðsönginn. Svo segja mér menn þar vestra. Hafi menn eitthvað að fela, flýja þeir í þjóðrembu. Gömul saga lýðskrumara um allan heim, þar á meðal hér. Jón Bjarnason var staðinn að óbærilegri stjórnsýslu sem ráðherra. Varði sig og ver sig enn með því, að Evrópusambandið ofsækti sig. Ögmundur Jónasson er á sömu vegferð í óbærilegri stjórnsýslu. Hrunið er ekki lengur Flokknum að kenna, heldur Evrópusambandinu. Kontóristar ánetjast því, segir hann, tína upp glerperlur þess og drekka eldvatn þess. Segir lýðskrumarinn.