Obama hafnar loftslags-reglum

Punktar

Guardian segir í dag, að Barack Obama reki sömu loftslags-stefnu og George Bush. Reyni að hindra alþjóðasamkomulag um minnkun á útblæstri hættulegra lofttegunda. Á fundum í Kaupmannahöfn í desember á að semja um, hvað taki við af Kyoto-sáttmálanum frá 1997. Evrópuríkin telja, að nú verði að herða ákvæðin enn frekar, ef ekki á illa að fara fyrir mannkyninu. Obama telur eins og Bush, að erfitt verði að koma reglum gegnum bandaríska þingið. Því reyna fulltrúar hans að þynna útkomuna eins og hægt er og vilja alls ekki byggja á Kyoto. Obama er málglaðari en Bush, en er eins lélegur leiðtogi.