Barack Obama kann að nota netið, John McCain kann það ekki, kann ekki einu sinni á tölvu. Obama á milljón vini á Facebook, McCain 150 þúsund. Vinir McCain eru á hefðbundnum fjölmiðlum. Miklar fjárhæðir frá einstaklingum hafa runnið á netinu til kosningasjóðs Obama. Þær hafa gert sjóðinn tvöfalt öflugri en sjóð McCains. Obama hefur því hafnað opinberum styrkjum til baráttunnar. Er því ekki bundinn opinberum reglum um fjármál framboða. Í fyrsta skipti í heiminum hefur netið úrslitaáhrif í kosningum. Howard Dean fór langt á netinu árið 2004, en Barack Obama kemst á leiðarenda árið 2008.