Óbeinn seðlabankastjóri

Punktar

Nýjasta útspil Más Guðmundssonar seðlabankastjóra í launastríði hans flækir málið enn frekar. Segir núna: “Ræddi ég þessi mál ekki beint við Jóhönnu.” Virðist gera greinarmun á beinni og óbeinni viðræðu við forsætis. Ég hef ekki hugmyndaflug til að ímynda mér, hvernig óbeint samtal fer fram milli forsætis og seðlabankastjóra. Kannski er hann að tala um einhvers konar búktal gegnum þriðja aðila. Hann verður að útskýra það, ef hann vill halda áfram stríði sínu í fjölmiðlum fyrir bættum kjörum seðlabankastjóra. Þessi smjörklípa hans er eitt af því, sem gerir pólitík meira skrípó en Bezta flokkinn.