Óbilandi trúarstyrkur

Punktar

Frá ómunatíð hafa kostnaðaráætlanir verkfræðinga reynzt skrípó. Samt eru þeir enn látnir áætla. Fyrir hrun útlistuðu peningafræðingar snilld og dýrð bankabófa og útrásarbófa. Samt eru þeir enn að áætla, greiningardeildir bankanna blómstra enn. Allt frá hruni hefur hálf stétt lögfræðinga atvinnu af þjónustu við glæframenn. Samt eru þeir enn látnir skila áliti um allt milli himins og jarðar. Ofan á framhald kostnaðaráætlana, fjárhagsáætlana og álitsgerða eru meintir sérfræðingar nánast daglega í fjölmiðlum. Trúa menn virkilega enn á sérfræðinga? Vantar ekki eitthvað í hausinn á fjölmiðlungum?