Danski geislafræðingurinn Henrik Thomsen hyggst ekki flytja fyrirlestra í Bretlandi um rannsóknir sínar. Er hræddur um að vera dreginn fyrir dóm og dæmdur fyrir meiðyrði. Rannsóknir hans sýna nefnilega hættuleg hliðaráhrif lyfs frá General Electric. Risinn hótaði að kæra hann fyrir meiðyrði. Nýtt dæmi um afleiðingar umdeildra brezkra meiðyrðalaga. Vísindamenn geta ekki lengur birt niðurstöður, ef þær skaða fyrirtæki. Ekki má heldur segja, að lyfjarisar trylltu fólk út af svínaflensunni. Var bara væg flensa, en fjöldi ríkja pantaði bólusetningarlyf. Þar á meðal Ísland. Ekki má segja frá slíku.