Ég er ekki andvígur trú, allra sízt kristinni. Hún er partur af fortíðinni, að vísu lítill partur, en samt mikilvægur. Hef aldrei fundið til þeirrar óbeitar, sem einkennir marga trúleysingja. Fremur mótast afstaða mín af efa. Af efa um allt, sem reglumeistarar þjóða hafa fyrir satt. Veit satt að segja ekki, hvort guð sé til. Segi bara pass við guðshugmyndinni. Þannig guðleysi kallast frekar agnosticismi, heldur en atheismi. Jól mín eru frekar veraldleg en kristin. Þau felast í gjöfum og áti, gætu flokkast undir dýrkun Óðins eða Mammons. Þannig held ég að séu jól margra, sem þykjast kristnir. Mest fagna ég hækkandi sól.