Ódrátturinn Berlusconi

Punktar

Berlusconi hefur verið rekinn af ítalska þinginu. Þar með fer að kvölda hjá hinum háaldraða glaumgosa, sem er mesti ódráttur Ítalíu síðustu áratugi. Á hans vakt hefur stóraukizt hin fræga spilling Ítalíu. Mafían hefur verið lífguð við eftir hrun hennar á tíma „mano pulite“, atlögu saksóknara og dómara. Komið hefur verið böndum á dugnað saksóknara og dómara. Ástandið er svipað og í Grikklandi, annar hver ríkisstarfsmaður er iðjulaus. Nýir bófar starfa á vegum Cosa Nostra, Ndrangheta og Comorra. Við hafa bætzt Stidda, Sacra Corona og fleiri mafíur. Vonandi birtir svo, þegar Berlusconi hverfur.