Þjóðfundurinn er formáli stjórnlagaþings. Á þjóðfundinn koma Pétur og Páll samkvæmt hlutkesti. Hann á að endurspegla þjóðarsálina. Annað mál er, hvort það tekst. Stjórnlagaþing er tæknilegra en þjóðfundur. Á að útfæra hugmyndir þjóðfundarins. Óhjákvæmilegt er að þekktir frambjóðendur verði teknir fram yfir óþekkta. Þegjandi samkomulag getur hins vegar orðið um að mælast til fjarveru pólitíkusa og sérhagsmunaaðila. Svo og frambjóðenda, sem leggja fjármagn í kosningabaráttu eða fá það gefins. Samkomulag um að forðast þess háttar frambjóðendur. Hér verður að vera öðruvísi kosning en til Alþingis.