Virðingarvert er að nenna ekki að vinna, að minnsta kosti ekki fyrir 236.000 eða 300.000 krónur á mánuði. Slík laun jafngilda þrælahaldi og margir segja nei takk. Við vitum, að ekki borgar sig að menntast. Sá kostnaður skilar sér ekki. Nema þá í ofmetnu trúarbragðanámi á borð við hagfræði, viðskipti og fjármál. Margir eru of heiðarlegir fyrir slíkt. Hvað ætli kosti að lifa, ef menn neita að þramma göngubrettið? Neita sér um bíl og sættast á búa í Framsóknargámi. Ef sjúkdómar, örorka og menntun eru ókeypis? Ætli 150.000 krónur á mánuði dugi í borgaralaun þeirra, sem neita að láta þrælaríkið stjórna sér, segja bara pass?