Fór í hádeginu í gær til Kjartans sægreifa að borða öðuskel og rífast um hval. Kafarar höfðu veitt skelina, líklega í Hvalfirði. Stór og þykk skel með risastórri hlussu í matinn. Matreidd eins og kræklingur, þurrsoðin á hellu unz til hún opnaðist. Með henni var ekkert nema sítróna. Þetta var bragðmikill skelfiskur, töluvert ólíkur bragðdaufri öðuskel, sem ég fékk á Þórshöfn um daginn. Sægreifinn býður stundum óvenjulegt úr sjó og vötnum. Þekktastur er állinn, sem Kjartan reykir sjálfir. Nauðsynlegt er að hafa sægreifa í matargerðarlistinni í landinu. Næst fæ ég kuðunga hjá honum.