Greinar Tryggva P. Friðrikssonar í Listapóstinum frá Fold eru oft góðar. Í nýjasta pósti er skrá um verðgildi málverka á uppboðum síðustu ár. Athygli hans og mína vekur, að meðalverð á Jóhannesi S. Kjarval var aðeins 365.000 krónur. Enn merkilegra finnst mér, að meðalverð á Erró var ekki nema 170.000. Svavar Guðnason hlýtur að teljast alþjóðlegur, en var samt ekki nema 173.000 króna maður. Nína Tryggvadóttir var í 212.000 krónum. Kóngur listans var Jón Stefánsson með 734.000 krónur stykkið og næstur kom Ásgrímur Jónsson með 536.000 krónur. Bara ættingjar kaupa unga listamenn.