John Markoff segir í New York Times frá ódýrri ofurtölvu, sem smíðuð var af sjálfboðaliðum á einum mánuði við háskólann í San Francisco með því að raða saman 1100 venjulegum Macintosh tölvum, sem kostuðu samtals 5 milljón dollara. Hliðstæðar ofurtölvur á borð við Earth Simulator hafa hingað til kostað 100-250 milljónir dollara og verið mörg ár í smíðum. Venjulegar Macintosh tölvur eru komnar með 64 bita örgjörva frá IBM, sem hægt er að raða hverjum við annan og láta vinna samhliða. Á þeirri tækni byggist nýja ofurtölvan í San Francisco.