Datt inn á Caruso í Bankastræti og fékk þar ágæta blálöngu. Pönnusteikta með hefðbundnum lauk, svo og léttsoðið grænmeti og bakaða kartöflu. Langan var hæfilega elduð. Yfirleitt er fiskur hér góður, þótt undantekning hafi verið á því fyrir ári. Nú var matreiðslan komin í fyrra horf, góð þjónusta þar á ofan. Fiskur dagsins kostar 1490 krónur í hádeginu, óneitanlega fínt verð. Sá, sem prófaði lasagna, kláraði sitt og var kátur. Caruso er heillastaður. Eins og sumir fleiri staðir í miðbænum er hann miklu ódýrari í hádeginu en á kvöldin. Vegna verðlags borða ég úti nú orðið nánast eingöngu í hádeginu.